Inngangur að Industry 4.0 og hnattrænni framleiðslu
Yfirlitið yfir Industry 4.0 og hnattræn framleiðsla er ætlað leiðbeinendum á háskólastigi sem hafa áhuga á að hjálpa nemendum á 1. þrepi háskólanáms (BSc) að stunda samþætt nám um stafræna framleiðslu í hnattrænu samhengi við fjórðu iðnbyltinguna (IND4.0). Námskeiðið er í boði í blönduðu námi, þ.m.t. eru fyrirlestrar í kennslustofu, rafrænar kennslustundir, verkleg þjálfun í IND4.0) og netpróf. Efni námsskrárinnar er ætlað að hvetja leiðbeinendur til að afla sér hæfni og leikni varðandi IND4.0 til að styðja við hnattræna og stafræna framleiðslu sem krafist er á vinnumarkaði. Námsefnið telur níu kafla um grundvallarkenningarnar til að styðja nemendur til að afla sér hæfni og leikni í IND4.0, einkum þá sem hyggja á starfsframa hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Hver kafli inniheldur sértækt rafrænt efni, glærur, verkefni fyrir nemendur, orðaforða, skilgreiningar og námsmatsaðferðir.